Project Description

Útkall - Týr er að sökkva

Útkall

Týr er að sökkva

Höfundur: Óttar Sveinsson
Útgáfurár: 2004

Bók númer:11

Enska freygátan Falmouth sigldi á fullri ferð inn í varðskipið Tý að kvöldi 6. maí 1976. Þetta er langalvarlegasti atburður allra þorskastríðanna þriggja.

Litlu munaði að 21 Íslendingur færist með varðskipinu sem fór nær alveg á hliðina og sjór kom upp að brúargluggum. Margir vilja kalla þá ásiglingu morðárás. Í bókinni lýsa áhafnir skipanna því í fyrsta skiptið hvað nákvæmlega gerðist þegar lá við að Bretar bönuðu 21 Íslendingi.