Þegar dráttarskipið Goðinn sekkur eina ískalda janúarnótt í ofsa-fengnum brimgarðinum í Vöðlavík árið 1994 veit enginn af því að þar eru sex Íslendingar að berjast fyrir lífi sínu. Einn úr áhöfninni hafði skömmu áður skolast út með brotsjó sem splundraði því sem fyrir varð í brúnni +++ Eftir þetta verða skipbrotsmennirnir að skríða upp á brúarþakið og binda sig þar á meðan brimskaflarnir skella stanslaust á þeim.
Þegar björgunarmenn koma á strandstað í birtingu fyllast þeir skelf-
ingu enda geta þeir ekkert aðhafst nema kalla út þyrlu +++ En fárviðri á landinu nær útilokar þyrluflug frá suðvesturhorninu til Austfjarða. TF-SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, þarf að snúa við og áhafnir tveggja bandarískra varnarliðsþyrlna lenda í lífshættu-legum aðstæðum á leiðinni +++ Við Höfn í Hornafirði eru vélarnar við það að hrapa í sjóinn.
Á þessum tíma eru sexmenningarnir nær örmagna og myrkur er í aðsigi +++ Þeir eru að gefast upp og hugleiða að henda sér í miskunnarlaust brimið í þeirri veiku von að þá reki á land +++ Þeir vita að eftir myrkur verður útilokað að bjarga þeim.
Þegar varnarliðsþyrlurnar koma loks á slysstað blasir við þeim sjón sem flugmennirnir hefðu aldrei getað ímyndað sér.
Nú hefst ævintýraleg barátta upp á líf og dauða +++ Björgunar-starf sem endar með því að flugmennirnir villast, báðar vélarnar eru við það að fara á hvolf og flugstjóri annarrar vélarinnar segir: „Við verðum að lenda … bara einhvers staðar.“
Í þessari örlagasögu lýsa skipbrotsmenn, flugmenn og björgunarmennirnir í fjörunni degi sem engan langar að lifa aftur.