Project Description

Útkall - Örlagaskotið

Útkall

Örlagaskotið

Höfundur: Óttar Sveinsson
Útgáfurár: 2014

Bók númer: 21

Hér er sagt frá ævintýralegum björgunaraðgerðum út af Breiðafirði árið 1962 eftir að togarinn Elliði frá Siglufirði hafði legið á hliðinni í glórulausu hafróti og éljagangi. 28 manna áhöfn beið örlaga sinna svo klukkustundum skipti.

„Ég hata þig ekki,“ sagði Sigurður Guðmundsson, fyrrum háseti á Goðafossi, er hann í október 2011 hitti mann af kafbátnum U 300 sem skaut niður stolt Íslendinga við bæjardyr Reykjavíkur árið 1944. Við fáum einnig lýsingu á þessum tilfinningaþrungna fundi og kynnumst nýrri hlið af sögunni um árásina á Goðafoss.