Project Description

Útkall - Sonur þinn er á lífi

Útkall

Sonur þinn er á lífi

Höfundur: Óttar Sveinsson
Útgáfurár: 2012

Bók númer: 19

Snjóflóðin í Neskaupstað 1974 eru einn sögulegasti atburður síðustu aldar. Í nýju Útkallsbókinni segja íbúarnir frá því hvað raunverulega gerðist í magnþrunginni atburðarás um jólaleytið.

Piltur lokast inni í þröngu svartholi í 20 klukkustundir og veit ekki hvar hann er. Hann er talinn af. Vörubílstjóri berst langt út í sjó með flóðinu og fær hjartaáfall á hafsbotni. Maður sem missir eiginkonu og tvö börn lýsir ástandinu og hjúkrunarkona greinir frá ótrúlegum atburðum á sjúkrahúsinu. Starfsmaður Frystishússins, sem var nær dauða en lífi, segir frá komu sinni til himnaríkis.