Átta sjómenn af Steindóri GK berjast fyrir lífi sínu undir sextíu metra háu og myrku
hamrastálinu undir Krísuvíkurbergi og Vigdís Elísdóttir, 21 árs háseti, er að reyna
að semja við Guð. „Þarna upplifði ég hvernig það er að standa frammi fyrir
dauðanum.“
Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri hjá Loftleiðum og Icelandair, tengdist tveimur
flugslysum en einnig kafbátaárás þegar U 300 skaut Goðafoss niður við bæjardyr
Reykjavíkur +++ Sex árum síðar var hann í einni örlagaríkustu flugferð sem farin
hefur verið á Íslandi þegar Geysir, glæsilegasta flugvél Íslendinga, brotlenti á
Vatnajökli og var talin af í hátt í fimm daga

Smelltu hér til að kaupa hana í vefverslun