Þegar Bjarmi VE 66 sekkur skyndilega vestur af Vestmannaeyjum árið 2002 hefst ótrúleg barátta upp á líf og dauða. Hér er í fyrsta skipti greint frá því sem raunverulega gerðist þegar ungir sjómenn af Suðurnesjum lifðu af í tvær og hálfa klukkustund í miskunnarlausum úthafsöldunum á milli Eyja og fastalandsins +++ Úti var 7 stiga frost og hvöss norðanátt. Þeir voru fáklæddir, sumir einungis í gallabuxum og skyrtum, einn berfættur og á hlýrabol. Aðeins höfuð og axlir stóðu upp úr sjónum. Mönnunum fannst baráttan vonlaus +++ Verst var að enginn hafði vitneskju um að báturinn þeirra var sokkinn. Skipbrotsmennirnir áttu ekki von á að snúa aftur til ástvina sinna. „Bless elsku mamma. Mér þykir svo fyrir því að hafa ekki náð að gefa þér barnabörn.“ hugsaði einn þeirra.

Halldór Nellett, skipherra á Tý, hafði heyrt ógreinilegt neyðarkall:

„Þegar tíminn leið og ég var að hringja í bátana á svæðinu til að finna út úr þessu verð ég að viðurkenna að efasemdir læddust að mér. Enginn hafði heyrt neitt um mögulegt neyðarkall +++ Og Tilkynningaskyldan hafði ítrekað sagt að allt væri í lagi – enginn bátur hefði horfið af skjánum hjá þeim.“

Útlitið var grafalvarlegt fyrir hina nauðstöddu sjómenn. Halldór var þeirra eina von … Frásögnin tengist á óbeinan hátt stórslysunum þegar Vikartindur strandaði  við Þjórsárósa og Dísarfellið sökk í Atlantshafinu fimm árum fyrr +++

Smelltu hér til að kaupa bókina í vefverslun